Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1478942560.38

  Rafmagn í bíliðngreinum - mælingar
  BRAF2RM03
  5
  Rafmagn í bíliðngreinum
  mælingar, rafmagn
  Samþykkt af skóla
  2
  3
  Farið yfir grunnatriði og útreikninga í raffræði: U=IR, P=UI, I1+I2+I3=I4+I5, U=U1+U2, R=R1+R2...., R=1/R1+1/R2... Gerðar tilraunir og æfingar á íhlutum og samsettum rafrásum. Farið er yfir rafbúnað ökutækja og fjallað um heiti, tilgang, virkni og aðgæsluatriði í umgengni við rafbúnað. Áhersla lögð á varnir gegn skemmdum og slysum vegna brunahættu, skammhlaups og sýrubruna.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu reikniaðferðum Ohm´s og Kirchoff´s
  • almennum raftækjum og rafbúnaði ökutækja
  • helstu mæli- og prófunartækjum sem notuð eru við rafbúnað ökutækja
  • þörf fyrir varbúnað í raflögnum ökutækja
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • mæla straum, spennu og viðnám í rakstraumsrásum
  • reikna viðnám í mótstöðum tengdum á mismunandi hátt
  • reikna stærðir samkvæmt U=IR og P=UI í raðtengdum og hliðtengdum rafrásum
  • beita ýmisum mælitækjum svo sem fjölsviðsmælum og sveiflusjá
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • gera grein fyrir hugtakinu spenna, straumur og viðnám
  • lýsa virkni almennra raftækja og rafbúnaðar ökutækja
  • gera grein fyrir orkuþörf rafneyslutækja í ökutækjum
  Verklegt mat; nemandinn nefnir og lýsir yfirborðslega hlutverki, gerð og virkni algengra raftækja og rafbúnaðar í ökutækjum. Nemandinn sýnir að hann getur notað fjölsviðsmæli til mælinga á straumi, spennu og viðnámi í rafrásum. Nemandinn lýsir hættum samfara vinnu við rafbúnað Skriflegt mat; nemandinn leysir próf um fræðilega þætti áfangans, m.a. útreikningum í raffræði: U=IR, P=UI, I1+I2+I3=I4+I5, U=U1+U2, R=R1+R2...., R=1/R1+1/R2... P=UI