Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1479119677.54

    Fjölkameruvinnsla
    FJÖK4FG06
    1
    Fjölkameruvinnsla
    Fjölkameruþættir og gerð
    Samþykkt af skóla
    4
    6
    Í námskeiðinu er fyrirbærið „fjölkameruvinnsla“ í sjónvarpi skoðað nánar . Rannsakaðir eru innlendir og erlendir þættir sem teknir eru upp á þennan hátt og farið ítarlega í vinnsluferli slíkra þátta . Í kjölfarið vinna nemendur 20 til 25 mínútna sjónvarpsþátt undir stjórn leiðbeinanda . Hópurinn vinnur saman að öllum þáttum framleiðslunnar, frá hugmyndavinnu til útsendingar, og skiptir með sér hlutverkum . Sent er út frá myndveri í gegnum myndstjórn og miðað er við að þátturinn sé fullfrágenginn með grafík, innslögum og tilbúinn til útsendingar . (Ath . Hér er átt við annað efni en leikið).
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölkameruvinnslu og vinnu í myndveri
    • klassískum stúdíóþáttum fyrir sjónvarp
    • vinnsluferli stúdíóþátta frá hugmynd til útsendingar
    • stjórnunarstrúktúr beinna útsendinga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hugmyndavinnu fyrir þætti í myndveri
    • öllum þáttum vinnslunnar, frá hugmyndavinnu að útsendingu
    • hönnun leikmynda fyrir myndver
    • vinnu við beinar útsendingar úr myndveri
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta möguleika myndversins til kvikmyndagerðar
    • nota beinar útsendingar við gerð sjónvarpsþátta
    Ástundun, vinnuferli og samstarf, skoðun þáttar, framleiðslumappa og skýrslur nemenda