Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1480610104.85

    Tölvustýrðar trésmíðavélar
    TSVÉ2FT02
    2
    Tölvustýrðar vélar
    forritun tölvustýrðra trésmíðavéla
    Samþykkt af skóla
    2
    2
    AV
    Í áfanganum lærir nemandinn grunnatriði í virkni og notkun tölvustýrðra trésmíðavéla með áherslu á sambandið milli tölvuteikninga (CAD), færsluskipana (CAM) og framleiðslu (CNC). Fjallað er um helstu hugtök sem tengjast notkun tölva í framleiðsluumhverfi, stafræna stýringu og forritun CNC-véla. Áherslan er á uppbyggingu CNC-forrita og hvernig nota má þau til að einfalda vinnu á trésmíðaverkstæðum. Nemandinn öðlast einnig þekkingu í öryggismálum varðandi umgengni við tölvustýrðar vélar. Áfanginn er ætlaður nemendum í húsa– og húsgagnasmíðum og er að mestu leiti bóklegur þar sem nemandinn kynnist algengustu viðmótum tölvustýrðra trésmíðavéla hérlendis.
    TRÉS2PH10 og TRÉS2NT04
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu CNC forrita og grunnatriði tölvustýrðra trésmíðavéla
    • notkun og mismun á NC og CNC forritanlegum trésmíðavélum
    • einfaldri forritun í CNC umhverfi
    • tölvustýrðum vinnslustöðvum með 3 til 5 ása
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • útbúa vinnsluferli í CNC umhverfi eftir teikningum
    • nota tölvustýrðar trésmíðavélar
    • líkja eftir vinnslu trésmíðavéla í einmenndingstölvum
    • velja verkfæri sem hæfa því sem vinna á
    • framkvæma vinnsluferli í stafrænu umhverfi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna á trésmíðaverkstæði með vélar sem vinna í stafrænu umhverfi
    • velja verkfæri sem hæfa því sem vinna á
    • vera öruggur í umgengni við tölvustýrðar trésmíðavélar
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.