Unnið er sem fyrr með lesskilning, tal, hlustun og ritun, nemendur vinna með ýmis þemu tengd spænskumælandi löndum. Þeir læra og þjálfast í meira krefjandi orðaforða og tileinka sér flóknari málnotkun.
SPÆN1CC05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
víðtækari og flóknari orðaforða en áður
meginatriðum spænskrar málfræði
skilning á mismunandi menningarþáttum spænskumælandi landa
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
taka þátt í samræðum um ýmis málefni líðandi stundar og tjá skoðun sína, aflað sér munnlegra upplýsinga og svara spurningum um hversdagsleg málefni
skilja texta af ýmsum gerðum, eins og t.d. smásögur og skáldsögur sem sérstaklega eru samdar fyrir nemendur (léttlestrarbækur). Einnig að geta lesið sér til gagns blaðagreinar og ýmsar upplýsingar eða leiðbeiningar
skrifa lengri texta en áður, t.d. bréf, útdrætti úr bókum eða kvikmyndum, stutta leikþætti og myndatexta
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tileinka sér innihald texta og skilja það sem sagt er í flóknari samræðum
tjá sig um það sem hann hefur lesið eða heyrt og notað til þess flóknari orðaforða en áður, eins og t.d. ýmis orðatiltæki
túlka og leggja mat á aðstæður sem upp koma
skrifa lengri og flóknari texta en áður
Símat er í þessum áfanga þar sem nemendur eru metnir í öllum færniþáttum, lestri, ritun, hlustun og munnlegri færni jafnt og þétt yfir önnina.