Í áfanganum er fjallað um algebru, föll, mengi og rökfræði.
Helstu efnisatriði:
• Algebra
• Jöfnur með einni og tveimur óþekktum stærðum
• Veldi og rætur
• Ójöfnur
• Föll
• Ferlar falla
• Hornaföll
• Margliður
• Táknmál mengjafræðinnar
• Talnamengi
• Mengjaaðgerðir
• Rökfræði
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grundvallarhugtökum og reglum fallafræði, mengjafræði, algebru og rökfræði
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
þekkja mismunandi tegundir falla og einkenni þeirra
beita kunnáttu í algebru við að leysa verkefni
vinna með mengi og mengjaaðgerðir
beita rökfræði við skilgreiningu verkefna
átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skrá lausnir sínar skipulega, ræða þær við aðra og útskýra hugmyndir sínar og verk
átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu á tölulegum viðfangsefnum
vega og meta tölulegar upplýsingar á gagnrýninn hátt
skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau