Í áfanganum er fjallað um vigra og hornaföll.
Helstu efnisatriði:
• Vigrar og reikningur með þeim
• Hornaföll
• Hornafallareglur og sannanir þeirra
• Jöfnur línu, hrings og sporbaugs
• 2X2 fylki og notkun þeirra til að finna flatarmál þríhyrnings og leysa jöfnuhneppi
10 einingar í stærðfræði á 2. þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
reikningi með vigrum og hagnýtri notkun þeirra Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna með vigra
vinna með hornaföll
nota einingarhringinn við hornafallaútreikninga
sanna hornafallareglur
vinna með línur, hringi og sporbauga
beita vigrum og hornaföllum við lausn ýmissa verkefna
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skrá lausnir sínar skipulega, ræða þær við aðra og útskýra hugmyndir sínar og verk
átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
• skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau