Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1481712749.3

    Föll, algerbra og diffrun (deildun)
    STÆR3FM05(DT)
    41
    stærðfræði
    Föll, markgildi og deildun algengustu falla
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    DT
    Í áfanganum er fjallað um föll og diffrun þeirra. Helstu efnisatriði: • Föll og ferlar falla • Hliðrun falla, takmörkuð föll, einhalla föll , andhverfur falla, ýmsar tegundir falla • Markgildi og samfeldni • Snertill, diffurkvóti, afleiða • Ýmsar diffurreglur
    10 einingar í stærðfræði á 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • úrvinnslu og framsetningu efnisþáttanna
    • diffurreikningi og hagnýtri notkun hans
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með föll og ferla þeirra
    • vinna með afleiður
    • nýta diffurreikning við lausn hagnýtra verkefna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar skipulega, ræða þær við aðra og útskýra hugmyndir sínar og verk
    • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
    • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau