Í áfanganum er fjallað um föll og diffrun þeirra.
Helstu efnisatriði:
• Föll og ferlar falla
• Hliðrun falla, takmörkuð föll, einhalla föll , andhverfur falla, ýmsar tegundir falla
• Markgildi og samfeldni
• Snertill, diffurkvóti, afleiða
• Ýmsar diffurreglur
10 einingar í stærðfræði á 2. þrepi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
úrvinnslu og framsetningu efnisþáttanna
diffurreikningi og hagnýtri notkun hans
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna með föll og ferla þeirra
vinna með afleiður
nýta diffurreikning við lausn hagnýtra verkefna
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skrá lausnir sínar skipulega, ræða þær við aðra og útskýra hugmyndir sínar og verk
átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu
skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau