Markmið áfangans er að efla menningarlæsi nemenda með því að þjálfa þá í að fræðast og tjá sig um ólík viðfangsefni á ensku. Nemendur bæta markvisst við orðaforða sinn, með áherslu á akademískan orðaforða, og öðlist dýpri skilning á flóknari málfræði enskrar tungu. Farið er yfir grundvallaratriði í ritun texta af ýmsum toga og nemendur æfa sig í nýtingu þeirra með hliðsjón af orðaforðanum sem farið er yfir í áfanganum. Lesin eru klassísk bókmenntaverk á enskri tungu og nemendur þjálfaðir í að rýna í bókmenntatexta og ræða umfjöllunarefni verkanna út frá eigin reynslu og skilningi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
orðaforða sem tengist menningu og þeim menningarheimum þar sem enska er töluð
flóknari málfræði enskrar tungu
uppbyggingu mismunandi texta, s.s. blaðagreina, fræðigreina, bókmenntatexta, o.fl.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
tjá sig um sitt eigið umhverfi og menningu á ensku
beita flóknari málfræðireglum í ræðu og riti
túlka með eigin orðum á ensku efni frá mismunandi miðlum
tjá sig í ræðu og riti um margvísleg mál frá eigin brjósti
skrifa margskonar texta
tjá sig á skýran, ábyrgan og skapandi hátt um þekkingu sína
sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
taka þátt í samræðum um viðfangsefni áfangans og hugarefni sín
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
gera sér grein fyrir skoðun og afstöðu höfunda margvíslegra texta og geta tjáð sig um hana bæði munnlega og skriflega
lesa milli línanna og átta sig á dýpri merkingu í texta
taka þátt í skoðanaskiptum á ensku og geta útskýrt sjónarmið varðandi efni sem er ofarlega á baugi
færa rök fyrir máli sínu og svara gagnrökum, bæði í ræðu og riti
tengja þekkingu sína og leikni við það umhverfi og menningarheim sem hann býr við