Áfanginn er grunnáfangi í klassískri eðlisfræði. Lögð er áhersla á úrlausnarefni sem tengjast öðru námi nemenda við skólann.
Helstu viðfangsefni eru: Hreyfing í einni vídd, fallhreyfing, kraftlögmál Newtons, áhrif núningskrafta, samband vinnu og ýmissa orkuforma, orka og varðveisla hennar, skriðþungavarðveisla, þrýstingur, uppdrif og inngangur að varmafræði.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu hugtökum aflfræðinnar
helstu hugtökum varmafræðinnar
orkuvarðveislu í lokuðum kerfum
fyrsta, öðru og þriðja lögmáli Newtons
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
teikna og lesa úr gröfum sem lýsa einfaldri hreyfingu hluta
reikna út staðsetningu, hraða og hröðun hluta í einni vídd
reikna út áhrif núningskrafta á einfalda hreyfingu hluta
reikna einföld dæmi um varmaskipti
leysa einföld verkefni þar sem reynir á skilning margvíslegra hugtaka úr efninu í einu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skrá lausnir sínar skipulega og skiptast á skoðunum um þær við aðra
átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu útreikninga
vinna með merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu
beita gagnrýninni og skapandi hugsun við lausn verkefna úr námsefninu
klæða hversdagsleg verkefni sem tengjast efni áfangans í eðlisfræðilegan búning og túlka lausnirnar