Áfanginn miðar að því að kenna skyndihjálp og auka þekkingu og færni nemenda í að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp.
Áfanginn er bæði fræðilegur og verklegur og mikið er lagt upp úr verklegum æfingum tengdum meðhöndlun sjúkra og slasaðra.
Nemendur auka færni sína í að meta almenn einkenni algengra sjúkdóma og áverka. Þeir eiga að vera færir um að aðstoða hjálparþurfi á slysstað uns hjálp berst ef með þarf.
engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hinum fjórum skrefum skyndihjálparkeðjunnar
helstu áverkaeinkennum og réttum viðbrögðum við þeim
helstu einkennum bráðra veikinda og réttum viðbrögðum við þeim
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
sýna rétt viðbrögð við slysum
meta ástand sjúkra og slasaðra
veita skyndihjálp við slys og bráð veikindi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
veitt sálræna skyndihjálp
beita endurlífgun og geti notað sjálfvirkt hjartastuðtæki i neyðartilfellum
geta búið um sár og flutt sjúkling til við yfirvofandi hættu
setja sjúklinga í læsta hliðarlegu og tryggja þannig öryggi þeirra
Áfanginn byggir á verklegum æfingum og frammistöðu nemenda í tímum.