Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1483456699.42

  Lýðheilsa - Fornám
  LÝÐH1FA05
  35
  lýðheilsa
  Fornám A hluti
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  FN
  Áfanginn fer fram í formi fyrirlestra, umræðna, hópeflis, einstaklings- og hópverkefna. Áhersla er lögð á að efla heilsu nemenda með því að fjalla um heilbrigðan lífsstíl, forvarnir og mikilvægi góðs heilsulæsis. Kynntar verða forvarnir sem tengjast hreyfingu, streitu, slökun, núvitund, vímuefnum, kynjafræði og geðrækt. Áhersla er lögð á að nemendur viti hvað er góð líkamsbeiting, þol, styrkur og liðleiki og hvernig þjálfa má þá þætti til að efla heilsuna. Fjallað er um mikilvægi þess að lifa í uppbyggjandi umhverfi og bera ábyrgð á sjálfum sér. Nemendur fá leiðsögn til efla sjálfstraust og núvitund. Unnið er með samskipti, virðingu, fordóma og mikilvægi réttlætis.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hvað er góð heilsa og heilbrigði
  • mikilvægi forvarna
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • að velja og hafna, með góða heilsu að leiðarljósi
  • efla líkamlega, andlega og félagslega heilsu sína
  • efla sjálfstraust sitt og auka víðsýni
  • umgangast aðra með góðum samskiptum
  • afla sér þekkingar á kynheilbrigðri
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • efla heilsu sína
  • stunda heilbrigðan lífsstíl
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.