Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1483523225.45

  Reglunartækni 1
  REGL2HR05
  1
  Reglunartækni
  hugrök, reglun
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  AV
  Nemendur öðlast þekkingu á undirstöðuatriðum í reglunartækni sem notuð er við stjórn og við eftirlit með ýmsum vélbúnaði ásamt undirstöðuatriðum mælitækninnar, þekkja hugtök og geta útskýrt helstu mæliaðferðir og uppbyggingu algengra mælitækja.
  EÐLI2AO05, STÆF2AM05, RAMV1HL05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu grundvallarhugtökum mæli- og reglunartækninnar
  • þeim lögmálum sem liggja til grundvallar helstu mæliaðferðum
  • uppbyggingu algengra mælitækja sem notuð eru í reglunartækni
  • eiginleikum mismunandi reglunaraðferða og notkunarsviði þeirra
  • uppbyggingu og notkun á reglum sem nota orkuformin rafmagn, þrýstivökvi og þrýstiloft
  • eiginleikum mismunandi reglunartaka út frá hugtökunum mögnun, tímastuðull og dátími
  • gerð og uppbyggingu gangráða
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa teikningar af reglum og gera sér grein fyrir heildarmyndinni
  • stilla af PID stilli með viðurkenndum aðferðum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • gera sér grein fyrir hvaða áhrif stillingar á P, I og D gildum hafa
  • útskýra hvernig breyting einni eðlisstærð hefur áhrif á aðra
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.