Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1483617874.94

    Erfðafræði, valgrein á þriðja námsári
    LÍFF2EF05
    18
    líffræði
    erfðafræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Erfðafræði og líftækni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • litningum og genum
    • byggingu og eftirmyndun DNA
    • umritun
    • þýðingu
    • genastjórnun og tjáningu gena
    • stökkbreytingum
    • erfðagöllum og erfðasjúkdómum
    • erfðum krabbameina
    • genalækningum
    • PCR-tækni til mögnunar á DNA
    • rafdráttartækni
    • skerðingu DNA með skerðiensímum og skerðibútagreiningu
    • skimun á meingenum
    • genaklónun, tjáningu klónaðra gena og hreinsun á prótínafurðum þeirra
    • raðgreiningu á DNA
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • flytja fyrirlestur um sérhæft erfðafræðilegt efni
    • afla heimilida í fagtímaritum
    • einangra DNA úr eigin frumum
    • rafdraga DNA og lesa úr niðurstöðum
    • klóna gen og vinna með bakteríur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • heimfæra efni áfangans upp á daglegt líf og umhverfi sitt
    • skilja almenna umfjöllun í samfélaginu um erfðafræði
    • skilja og tjá sig um þætti er við koma erfðafræði og líftækni
    virkni og umræður í tímum símat með skriflegum æfingum og verkefnaskilum misserispróf og stúdentspróf