Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1483622291.44

    Danska, valgrein á þriðja námsári
    DANS2KV05
    18
    danska
    kvikmyndaáfangi
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áhersla verður lögð á nýjar kvikmyndir og sjónvarpsþætti sem varpa ljósi á þróun kvikmyndaframleiðslu Dana og tengingu þeirra við land, þjóð og samfélag sem og munnlegar og skriflegar færniæfingar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Dönsku samfélagi og danskri menningu sem m.a. birtist þeim í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.
    • Helstu stefnum og straumum í danskri kvikmyndagerð
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Skilja bæði myndmál og hið talaða mál.
    • Greina kvikmyndir í samræmi við þau hugtök og verkefni sem unnin eru í greininni og beita gagnrýninni hugsun við það.
    • Munnlegri færni við flutning verkefna.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • verða enn öruggari í munnlegri tjáningu og þar með virkir í umræðu á danskri tungu
    • tjá sig lipurlega á rituðu máli og nota málið á skapandi hátt.
    • öðlast betri innsýn í danska menningu og danskt samfélag
    • tjá sig lipurlega bæði skriflega og munnlega
    • sýna frumkvæði, vera sjálfstæður í vinnubrögðum og beita gagnrýninni hugsun
    Próf eru að jafnaði einu sinni í mánuði og eru þau í formi símats og mikil áhersla er lögð á mætingu og virkni nemenda í tímum.