Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1484818499.54

    Mál og ritun
    ÍSLE1MR05
    61
    íslenska
    bókmenntir, málnotkun og ritun
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum verður farið í byggingu ritsmíða þar sem áhersla verður lögð á að koma efni skipulega til skila. Auk þess verður í tengslum við ritun fjallað um málnotkun og helstu hugtök beygingarfræðinnar rifjuð upp. Fjallað verður um nokkur bókmenntahugtök og nemendur læra að beita þeim við lestur. Áhersla verður lögð á tjáningu og að koma efni skýrt og vel frá sér í ræðu og riti.
    Hæfnieinkunn B við lok grunnskóla, eða ÍSLE1LR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum í ritgerðasmíð
    • málfræðihugtökum og ritreglum sem nýtast í tal- og ritmáli
    • nokkrum tegundum bókmennta og nytjatexta og grunnhugtökum í bókmenntafræði
    • mikilvægi lestrar og mismunandi lestraraðferðum
    • helstu einkennum íslensks talmáls við flutning efnis og við mismunandi aðstæður
    • orðaforða umfram það sem tíðkast í talmáli
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka saman og flytja af öryggi kynningar á afmörkuðu efni
    • beita mismunandi blæbrigðum og málsniði í tal- og ritmáli
    • lesa sér til gagns og gamans nytjatexta og bókmenntaverk og fjalla um inntak þeirra
    • vinna með ólíkar tegundir ritsmíða og koma skoðunum sínum á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
    • nýta algengustu hugtök í málfræði til að bæta eigin málfærni
    • nota leiðréttingarforrit og önnur hjálpargögn til að lagfæra eigin texta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig af öryggi á góðu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
    • túlka og meta atburðarás og persónur í bókmenntum eða annars konar textum
    • rökstyðja eigin fullyrðingar, ákvarðanir eða skoðanir á málefnalegan hátt
    • styrkja eigin málfærni
    • nýta sér aukinn orðaforða til að efla málskilning
    • sýna þroska, siðferðisvitund og víðsýni í málflutningi sínum, umfjöllunum og verkum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.