Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1485280461.18

    Félagslyfjafræði
    FÉLY1LL05(FÁ)
    2
    félagslyfjafræði
    lyfjafyrirtæki, lyfjastofnanir
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er fjallað um ýmsar stofnanir lyfjamála og það sem þeim tengist s.s. velferðarráðuneytið, hlutverk Lyfjastofnunar, Sjúkratryggingar Íslands, Tryggingastofnun ríkisins, Upplýsingamiðstöð um eitranir, apótek, sjúkrahúsapótek, lyfjaskömmtunarfyrirtæki o.fl. Farið er í siðareglur heilbrigðisstarfsmanna. Farið er yfir helstu atriði úr sögu lyfjafræðinnar. Nemendur fara í heimsóknir í apótek og lyfjastofnanir.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hlutverki helstu stofnana sem tengjast lyfjamálum
    • hlutverki lyfjaframleiðenda, -innflytjenda og -heildsala
    • starfsemi Upplýsingamiðstöðvar um eitranir
    • helstu atriðum úr sögu lyfjafræðinnar
    • lyfjamálum á heilbrigðisstofnunum og hlutverki sjúkrahúsapóteka
    • hlutverki lyfjaskömmtunarfyrirtækja
    • lögum um heilbrigðisþjónustu
    • helstu atriðum úr sögu lyfjafræðinnar
    • siðareglum heilbrigðisstarfsmanna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • miðla upplýsingum um starfsemi mismunandi heilbrigðisstofnana til sjúklinga
    • kynna fyrir samnemendum fjölbreytt störf lyfjatækna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera sér grein fyrir hvar lyfjatæknar starfa í heilbrigðisgeiranum
    • gera sér grein fyrir þróun lyfjafræðinnar í sögulegu samhengi og skilja mikilvægi lyfja í baráttunni við sjúkdóma
    Símat, verkefni, ritgerðir, hlutapróf.