Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1485519740.86

  Raflagnir 3
  RAFL2GA03(CR)
  1
  Raflagnir
  Raflagnir
  Samþykkt af skóla
  2
  3
  CR
  Í áfanganum er aðaláhersla á varbúnað, vírsverleika og rafdreifiskápa. Nemendur læra að draga út fyrir eins og þriggja fasa mælum. Farið er í uppbyggingu á minni húsveitum, staðsetningu á búnaði, lagnaleiðir og brunaþéttingar kynntar. Innfelldar og áfelldar lagnir. Farið er í reglugerðarákvæði varnarráðstafana sem varða snerti- og brunahættu. Lögð er áhersla á skilning nemenda á varbúnaði, bruna- og snertihættu. Skoðað er hvernig raflagnir geta verið misjafnar eftir aðstæðum og kröfum og hvernig prófun á rafmagnsöryggi fer fram. Nemendur fá þjálfun í notkun mælitækja og lögð er áhersla á fagmannleg vinnubrögð. Nemendur kynnast slysavörnum við rafvirkjavinnu.
  RAFL1GA03BR
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hættu á skemmdum á búnaði þegar mælitækjum er beitt.
  • reglum um sverleika leiðara miðað við áraun og staðla sem um það gilda.
  • reglum um varnarráðstafanir er varða snerti- og brunahættu.
  • mælitækjum sem notuð eru við bilanaleit.
  • uppbyggingu minni veitna og mikilvægi efnisvals í þær.
  • öryggi þess að hafa skipulag og þrifalegt á vinnustaðnum.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • mæla einangrunarbilun og spennur í veitum.
  • leggja rör og strengi og ganga frá dreifiskáp.
  • lesa úr uppdráttum og fyrirmælum.
  • tengja ýmsar gerðir fjarrofa.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • leggja raflagnir í minni veitur.
  • draga út fyrir mælum.
  • vinna eftir fyrirmælum.
  • gera sér grein fyrir röð varnarráðstafana í húsveitum.
  • ákveða vírsverleika lagna.
  • einangra, mæla og finna bilun í húskerfi.
  Áfanginn byggir á verkefnastýrðu námi. Í símati eru að lágmarki 5 matsþættir. Lágmarkslokaeinkunn er 5.