Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1486121291.15

    Verkvit
    VEVI1VV02
    2
    Verkleg vinnubrögð
    Verkvit
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Lýsing – áfanganum er skipt í fjóra ólíka þætti sem snúa að rafmagni, timbri, málmi og hársnyrtifræðum. Í rafmagnshlutanum verða grunnatriði í rafmagnsfræðum og útreikningum kennd. Farið verður yfir öryggismál og hættur/slys af völdum rafmagns sem og notkun rafmagns í daglegu lífi. Nemandi lærir um rafkerfi íbúðarhúsnæðis og orkuþörf/orkukostnað. Nemandi kynnist jafnstraumrás í bifreiðum og meðferð rafgeyma. Nemandi fær að tengja klær og setja saman fjöltengi. • Í timburhlutanum verða grunnatriði trésmíða kennd, farið verður yfir helstu viðartegundir, eiginleika þeirra, notkunargildi og nemendum kynntir möguleikar á vinnslu úr tré. Lögð verður áhersla á notkun hand- og rafmagnshandverkfæra, s.s. við val og umhirðu, stillingar og brýnnslu og öryggisþætti er snerta þessi verkfæri. Nemendur kynnast notkun algengra tegunda viðarlíms, trésamsetninga, pússningar og yfirborðsmeðferð viðar. • Í málmhlutanum er farið í öryggismál, persónuhlífar, meðhöndlun verkfæra , verkfæranotkun með tilliti til eldvarna, eldvarnarbúnaður, mottur, tæki og efnisinnihald. Nemendur fá kynningu á ýmsum verkfærum s.s handverkfæri til heimabrúks, læra að þekkja verkfæriheiti, tilgang þeirra og notkun. Þá fá nemendur einnig að kynnast málmsuðu. Farið verður í mælingar, notkun tommustokka, málbands og skífumál og farið verður yfir algengustu bolta og gengjur. Þónokkuð verður um verklegar æfingar s.s. mig/mag suða. Þá verður tekið ýmislegt sem snýr að biðreiðum s.s. lyfta bíl og skipta um hjólbarða, pumpað í hjólbarða, minniháttar viðgerð á vélbúnaði með aðstoð handbóka, spóntaka/borun, vélbúnaðarefirlit/olíuhæð/kælivatn. • Í hársnyrtihlutanum fá nemendur kennslu í umhirðu hárs og húðar, grunn í rúlluísetningu og permanenti. Farið verður í grunn í uppsetningu á síðu hári, s.s fléttur og hnútar. Meðhöndlun á hitajárnum eins og sléttun og krullun á síðu hári. Einnig verður kynnt fyrir nemendum hugmyndafræðina á bakvið klippingar og hárlitun og þeim sýnd kennslumyndbönd í tenglsum við það.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • almennum varnarráðstöfunum í umgengni við rafmagn, timbur og málm
    • helstu viðar- og málmtegundum sem notaðar eru við hin ýmsu verkefni
    • kostum og göllum hinna ýmsu viðar- og málmtegunda
    • umhirðu hárs og húðar
    • takmörkun mismunandi tækjabúnaðar m.t.t efnisvals
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tengja saman klær og setja saman fjöltengi
    • velja viðeigandi verkfæri og tækjabúnað m.t.t framkvæmdarinnar
    • geta skipulagt og framkvæmt eigin hugmyndir
    • vera verklega sjálfbjarga í daglegu lífi
    • vinna með mismunandi hárgreiðslur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta greint hvort tilskyldum reglum sé fylgt eftir varðandi öryggismál
    • geta tengt þekkingu sína og leikni við daglegt líf
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.