Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1486132395.17

    Rafeindatækni 1
    REIT2GA04(AR)
    1
    Rafeindatækni
    Rafeindatækni
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    AR
    Áfanginn fjallar um hálfleiðara, sérstaklega helstu gerðir af díóðum (tvistum), virkni þeirra og notkunarmöguleika. Farið er í hvernig nota má díóður í afriðun og kenndar nokkrar leiðir til að umbreyta AC í DC. Einnig er farið í grunnvirkni transistors og hvernig hann er forspenntur og farið í DC útreikninga transistors. Gert er ráð fyrir að nemendur læri einnig á helstu mælitæki svo sem fjölsviðsmæli og sveiflusjá auk þess að nota hermiforrit við mælingar á rásum.
    RAFM1GA03AR
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • teiknitáknum díóða og BJT transistora.
    • virkni díóða og BJT transistora.
    • helstu gerðum afriðla og virkni þeirra.
    • í hvað þessir íhlutir eru helst notaðir.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • reikna einfaldar rásir með díóðum og transistorum.
    • reikna út DC spennu á mismunandi afriðlum.
    • teikna einfaldar rafeindarásir.
    • nota helstu mælitæki sem notuð eru í rafeindatækni.
    • nota hermiforrit til mælinga á rafeindarásum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hanna einfaldar rafeindarásir með díóðum og transistorum.
    • gera mælingar á þessum rásum og geta reiknað þær til samanburðar á mældum niðurstöðum.
    • geta skilað af sér skýrslu um mælingar á rásum.
    • geta framkvæmt mælingar til að ganga úr skugga um hvort íhlutir séu í lagi eða ekki.
    Áfanginn byggir á verkefnastýrðu námi. Í símati eru að lágmarki 5 matsþættir. Lágmarkslokaeinkunn er 5.