Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1486221959.94

    Fimleikar
    ÍÞRG2FI04
    6
    íþróttagrein
    Fimleikar
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    Í áfanganum læra nemendur að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði í fimleikum. Lögð er áhersla á notkun ýmissa hjálpartækja og fimleikaáhalda. Stefnt er að því að nemendur öðlist grundvallarfærni í greininni. Farið er yfir helstu atriði í þjálffræði barna og mikilvægi þess að færniæfingar, s.s. ýmis stökk séu byggð upp frá grunni. Nemendur öðlist þjálfun í kennslu fimleika hjá börnum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tækniþáttum fimleika
    • þjálffræði
    • fimleikareglum
    • þjálfunaraðferðum
    • kennslufræði
    • sögu fimleika
    • skipulagi á þjálfun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • útbúa tímaseðil
    • framkvæma grunnæfingar í fimleikum
    • þjálfa fimleika
    • eiga samskipti við iðkendur og alla þá er koma að íþróttagreininni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • dæma á fimleikamóti
    • geta þjálfað og leiðbeint börnum í fimleiikum
    • geta búið til þjálfunaráætlanir
    Getur farið fram með margvíslegum hætti meðal annars með verklegum prófum, skriflegum lokaprófum, verkefnavinnu. Einnig má meta mætingu og virkni nemenda til einkunnar