Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1486651896.35

  Íþróttasálfræði
  ÍÞRF2SÁ05
  10
  íþróttafræði
  Sálfræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum verður fjallað um helstu þætti íþróttasálarfræðinnar. Skoðuð verða ýmis áreiti sem áhrif hafa á afreksgetu íþróttamanna. Enn fremur fjallar áfanginn um spennu (streitu) og helstu spennuvalda, slökun og hugrækt af ýmsu tagi. Skoðað verður hvernig vinna má með sjálfstraust og sjálfsmynd íþróttamannsins í því skyni að bæta árangur. Fjallað verður um muninn á einstaklings- og hópíþróttum og farið í áhrif félagslegra þátta á íþróttamanninn.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu hugrænu þáttum sem hafa áhrif á frammstöðu íþróttafólks
  • mikilvægi jákvæðrar sjálfsmyndar íþróttafólks og almennt í íþróttaiðkun
  • áhrifum streitu og kvíða á frammistöðu íþróttafólks
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna markvisst með sjálfstraust íþróttafólks
  • koma auka á og minnka streitu og kvíða meðal íþróttafólks
  • nýta sér hugræna þjálfun
  • setja sér skammtíma- og langtímamarkmið
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • minnka spennustig íþróttamanna í æfingu og leik
  • hvetja iðkendur til dáða og fá þá til til leggja sig fram eftir mætti í leik og starfi
  • greina aðstæður þar sem hægt er að beita sálfræðikenningum
  • rökræða gildi sálfræði fyrir íþróttaiðkun og þjálfun
  • útskýra mikilvægi sálfræði fyrir íþróttaiðkun og þjálfun
  Getur farið fram með margvíslegum hætti meðal annars með verklegum prófum, skriflegum lokaprófum og verkefnavinnu. Einnig má meta mætingu og virkni nemenda til einkunnar.