Í þessum áfanga er farið yfir helst atriði í íslenskri íþróttasögu. Komið er inn á helstu þætti í erlendri íþróttasögu, s,s Ólympíuleika og ýmsar greinar íþrótta. Einnig er komið inn á íþróttir Grikkja, íþróttir Etrúra og íþróttir Rómverja. Fjallað er um gildi og hlutverk íþrótta hér á landi, áhrif fjölmiðla á þróun íþrótta, kynjamun og tengingu fjármagns og auglýsinga við íþróttir. Fjallað er um stefnur í íþróttum s.s. afrekstefnu íþróttahreyfingarinnar og afreksmannasjó. Vikið er að skipulagningu íþróttahreyfingarinnar, bæði hér og erlendis.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
sögu íþrótta í heiminum til forna, allt frá Grikkjum
sögu íþrótta á Íslandi fyrr og nú
glímu sem þjóðaríþrótt Íslendinga
helstu atriðum í sögu Ólympíuleika
áhrifamætti fjölmiðla og fjármagns á íþróttir
uppbyggingu og skipulagi íþróttahreyfingarinnar á Íslandi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja gildi íþrótta sem forvarnarstarf
skilja gildi íþrótta sem söluvöru
skilja samfélagslegt gildi íþrótta fyrr og nú
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka þátt í umræðum um íþróttir í samfélaginu í víðum skilningi
Getur farið fram með margvíslegum hætti meðal annars með verklegum prófum, skriflegum lokaprófum og verkefnavinnu. Einnig má meta mætingu og virkni nemenda til einkunnar.