Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1486904845.0

  Hreyflar - eldsneytisinnsprautun - kveikikerfi
  BVHR3EK05
  14
  Hreyflar í ökutækjum
  Hreyflar, eldsneytisinnsprautun, kveikikerfi
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  AV
  Gerður er samanburður á eldsneyti ökutækj s.s. metan, bensín og fjölblendiökutækja. Farið er yfir helstu gerðir innsprautunnarkerfa ottóhreyfla, vélræn og rafræn, einspíssa og fjölspíssa. Farið er yfir brunaferil í hreyfli og samband kveikitíma annars vegar og álags og snúningshraða hreyfils hins vegar. Einnig spennuþörf til íkveikju. Gerðar eru mælingar á fæði- og kerfisþrýstingi eldsneytis. Farið yfir kerfisþrýsting ýmissa kerfa. Skoðuð eru kveikikerfi, þ.e. snertustýrt háspennukefli og rafeindastýrt háspennukefli (span-skynjarar og Hall-skynjarar). Þjálfuð er notkun mæli- og prófunartækjanna sveiflusjár, afgasgreinis og skanna. Farið er yfir samvirkni ýmissa þátta í vinnu brunahreyfla ásamt virkni og prófun skynjara. Áhersla er lögð á varúð í umgengni við kveikibúnað vegna hárrar spennu, íkveikihættu og slysahættu. Farið yfir reglugerðir fyrir ökutæki sem nýta óhefðbundið eldsneyti. Farið er yfir byggingarlag og vinnuhátt eldsneytiskerfa dísilhreyfla og þjálfað reglubundið viðhald, svo sem síuskipti, prófun og viðgerðir spíssa og tímastilling innsprautunnar. Skoðaður er rafstýribúnaður eldsneytiskerfa.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mæliatriðum sem varða innsprautunnar- og kveikikerfi
  • gangverki hreyfils með innsprautunnar- og kveikikerfi
  • íkveikihættu vegna eldsneytis og eitrunarhættu af útblástursgasi
  • mæli- og prófunartækjum: þrýstimælum, fjölsviðsmælum, sveiflusjá, afgasgreini og skanna
  • hættum af háþrýstibúnaði eldsneytiskerfa
  • byggingarlagi og vinnuhætti eldsneytiskerfa dísilhreyfla
  • rafstýribúnaði eldsneytiskerfa
  • kröfum vegna umgengni við eldsneytiskerfi dísilhreyfla
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • prófa og skipta um eldsneytisspíssa og/eða hreinsað þá
  • mæla fæði- og kerfisþrýstingi í eldsneytiskerfi
  • sækja bilanakóða í tölvu hreyfils með prófunartæki
  • afgasmæla útblástur frá hreyfli bifreiða
  • skipta um rekstrarhluti í kveikikerfi s.s. kveikikerti
  • sinna reglubundnu viðhaldi, m.a. síuskiptum
  • skipta um íhluti eldsneytiskerfa
  • prófa og gera við eldsneytisspíssa
  • tímastilla innsprautunardælur (deili- og raðdælur)
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lýsa gerð og virkni helstu gerða eldsneytiskerfa ottóhreyfla
  • lýsa gerð og virkni helstu gerða kveikikerfa ottóhreyfla
  • benda á helstu íhluti og lýst hlutverki þeirra
  • lýsa virkni metankerfis ökutækja
  • skipta um íhluti innsprautunnar og kveikikerfis hreyfla
  • lýsa virkni hreinsibúnaðar hreyfla, útblásturshvarfakúti, loftræstingu sveifarhúss og eldsneytisgeymis
  • lýsa gerð og virkni algengra eldsneytiskerfa dísilhreyfla og einstakra hluta kerfanna
  • lýsa hvernig greina má algengar bilanir eldsneytiskerfa dísilhreyfla
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.