Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1486905692.81

    Hreyflar - viðgerðatækni
    BVHR3VT03
    15
    Hreyflar í ökutækjum
    Hreyflar, viðgerðatækni
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    AV
    Fjallað er um almennar kröfur og kröfur framleiðenda um viðgerðatækni. Farið er yfir verkfæri og tæki sem notuð eru til vélaviðgerða, notkun þeirra og meðferð. Skoðun og mæling á einstökum vélahlutum til að meta ástand þeirra, m.a. slit, áverka og sprungur. Verkefni um ákvörðun ventlatíma.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • reglum sem gilda um hreinlæti og skipulag vinnu við vélbúnað hreyfla
    • almennum kröfum og kröfum framleiðenda um viðgerðatækni
    • verkfærum og tækjum sem notuð eru til vélaviðgerða, notkun þeirra og meðferð
    • skoðun og mælingu á einstökum vélahlutum til að meta ástand þeirra, m.a. slit, áverka og sprungur
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • mæla og meta ástand hreyfilbúnaðar
    • yfirfara kerfi sem tengjast hreyflinum: kælikerfi, loftinntakskerfi og útblásturskerfi
    • taka strokklok af hreyfli og setja það á aftur samkvæmt fyrirmælum framleiðanda
    • yfirfara ventlabúnað og gera nauðsynlegar athuganir og viðgerðir þessa búnaðar og setja íhluti hans aftur í hreyfilinn
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skipta um legur og þétti á sveifarási
    • skipta um íhluti hreyfla
    • skoða og stilla ventlatíma
    • skipta um slífar og stimpla í dísilhreyfli (og ottóhreyfli) og gera þær mælingar og stillingar sem þar eiga við
    • gera mælingar og athuganir sem við á til mats á ástandi sveifarbúnaðar hreyfla
    • gera við vélbúnað brunahreyfla (ottó og dísil): dælur, kæla, síur, greinar, röralagnir o.fl. þ.h.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.