Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1486905858.4

  Hreyflar - bilanir í vélbúnaði
  BVHR3BV02
  13
  Hreyflar í ökutækjum
  Hreyflar, bilanir í vélbúnaði
  Samþykkt af skóla
  3
  2
  AV
  Fjallað er um bilanir og skemmdir sem orðið geta í hreyflum, kerfum og íhlutum þeirra og hvaða áhrif bilanir í þeim geta haft á aðra hluti í hreyflinum. Kannað er hvernig bilanir í hreyflum lýsa sér og hverjar geti verið ástæður þeirra. Æfingar í notkun prófunar- og mælitækja: þjöppumæla, þrýstimæla, hitamæla, afgasgreina, sveiflusjár og hlustunartækjum. Áhersla er lögð á greiningu bilana og rekstrartruflana sem verða skömmu eftir að viðgerð hefur farið fram.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • bilunum og skemmdum sem orðið geta í hreyflum, kerfum og íhlutum þeirra og hvaða áhrif bilanir í þeim hafa á aðra hluti í hreyflinum
  • hvernig bilanir í hreyflum lýsa sér og hverjar geti verið ástæður þeirra
  • kerfum hreyfilsins og hvernig þau geta haft áhrif á vinnu og rekstraröryggi hreyfilsins
  • prófunar- og mælitækjum: þjöppumælum, þrýstimælum, hitamælum, afgasgreinum, sveiflusjám og hlustunartækjum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita ýmsum aðferðum til að kanna ástand hreyfla
  • greina bilanir og rekstrartruflanir sem geta orðið skömmu eftir að viðgerð hefur farið fram
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lýsa gerð og virkni vélbúnaðar brunahreyfla (ottó og dísil) og einstakra hluta þeirra
  • lýsa hvernig greina má bilanir í vélbúnaði hreyfla og ástæður þeirra
  • lýsa hvernig önnur kerfi hreyfilsins geta haft áhrif á vinnu og rekstraröryggi hreyfilsins
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.