Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1487156637.56

    Windows Server - Uppsetning
    WIND2UP05
    1
    Windows
    Uppsetning
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Nemendur læra uppsetningu og rekstur Windows Server sem kerfisstjórar. Megináhersla er lögð á Active Directory, DNS og DHCP þjónustur. Nemendur kynnast uppbyggingu Windows Server, aðgangsstjórnun notenda og hópa sem og reglustýringu með Group Policy. Einnig kynnast þeir afritun og endurheimtingu gagna sem og umsjón geymslumiðla á netþjónum. Notast er við kennsluefni frá Microsoft Imagine Academy, 70-140
    TÖTÆ2NE05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hlutverk netstýrikerfa
    • notkunareiginleikum netstýrikerfa
    • hvað felst í rekstri netstýrikerfa
    • kerfisstjórnunarþætti netstýrikerfa
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja upp netstýrikerfi
    • stilla þær stillingar sem netstýrikerfi þurfa á að halda til að starfa eðlilega
    • setja upp notendur og notendatakmarkanir á réttan hátt
    • stilla öryggisstillingar fyrir netstýrikerfi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja upp netstýrikerfi (Windows Server) á eigin spýtur
    • vinna með netstýrikerfi (Windows Server) í daglegum rekstri fyrirtækis
    • framkvæma helstu aðgerðir og stillingar er viðkoma notendum á netstýrikerfum
    • setja upp geymslueiningar fyrir netstýrikerfi
    • vinna á sjálfstæðan hátt við rekstur netstýrikerfis
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá FS.