Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1487234977.14

    Stærðfræði
    STÆR4CA05
    2
    stærðfræði
    Stærðfræðigreining
    Samþykkt af skóla
    4
    5
    Frumsendur rauntalnakerfisins eru kynntar og unnið með þær, samleitni runa og raða skoðuð. Eiginleikar og helstu setningar samfelldra og diffranlegra falla skoðaðar. Farið er í Taylor-margliður/raðir og l´Hopital regluna um markgildi. Lögð er áhersla á nákvæma framsetningu lausna og sannana. Nemendur fá kynningu á Latex og vinna stutt verkefni um sögu stærðfræðinnar. Kennla fer fram með fyrirlestrum, dæmatímum, hópverkefnum og umræðutímum þar sem nemendur eru í minni hópum. Nemendur skila inn heimadæmum þar sem lögð er áhersla á framsetningu og rökfærslu.
    STÆR5DF05 (Stæ603)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • samleitni óendanlegra runa og raða
    • frumsendum um svið og röðun
    • Taylor-margliðum/röðum
    • mismunandi sannanagerðum
    • helstu reglum samfelldra og diffranlegra falla
    • l’Hopital reglunni um markgildi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • sanna með beinni og óbeinni sönnun, með andumhverfu og þrepasönnun
    • beita frumsendum um svið og röðun til að leiða út reiknireglur fyrir rauntalnakerfið
    • leiða út markgildi runa
    • ákvarða hvort raðir séu samleitnar meðal annars með því að beita kvóta- og rótarprófum
    • nota ϵ-δ sönnun til að sýna fram á markgildi falla
    • leiða út helstu reglur samfelldra og diffranlegra falla, t.d. reglur Rolle, Bolzano og milligildisregluna
    • beita reglu l’Hopital og finna Taylorraðir
    • nota Latex til að rita stærðfræðitexta og heimildaritgerðir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar skipulega og rökstyðja þær
    • ákveða hvaða aðferð hentar best við lausn ákveðinna verkefna
    • geta unnið með merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu
    • gera greinarmun á nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum fyrir lausnum verkefna
    • skilja hvað felst í alhæfingu og tilhæfingu
    • beita gagnrýnni og skapandi hugsun og sýna frumkvæði, innsæi og frumleika við lausn verkefna
    • fylgja viðamikilli röksemdafærslu
    • greina hvenær röksemdafærsla getur talist fullnægjandi sönnun
    • byggja upp eigin sannanir
    Í lok annar er skriflegt próf sem gildir til lokaeinkunnar ásamt tímaprófi, heimadæmum, frammistöðu í umræðutímum, kynningu á söguverkefni og stuttri heimildaritgerð.