Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1487413274.81

  Tjónamat og útreikningar
  BVTM3TÚ01
  3
  Tjónamat
  tjónamat, útreikningar
  Samþykkt af skóla
  3
  1
  Fjallað um mat á skemmdum eða öðru tilefni til viðgerða. Farið í notkun tjónamatskerfisins CABAS og gerðar æfingar í notkun þess. Gerðar verklegar æfingar í notkun einingakerfis. Nemendur þjálfi sig í notkun eyðublaðaforma og geri kostnaðarútreikninga. Gerðar tímaáætlanir vinnuþátta og magnáætlanir á grundvelli mats. Útreikningar vegna tjónamats og verkáætlana. Kostnaðarreikningur verka og mat á umfangi tjóna og smíðaverkefna. Áhersla á að matsmenn tileinki sér ábyrgð, nákvæmni og hlutlægni í starfi og hafi góða yfirsýn yfir verkefnið. Við mat sé þess gætt að fara eftir fyrirmælum framleiðenda um notkun efna og tækja.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • aðferðum sem notaðar eru við tjónamat og kostnaðarútreikninga
  • tjónamatskerfinu CABAS
  • kröfum um ástand ökutækja í reglugerð um gerð og búnað
  • gert vinnu- og efnisáætlana á grundvelli mats
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • leggja mat á tjón á ökutæki samkvæmt tjónamatskerfinu CABAS
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • útfylla helstu eyðublöð og reikningsform sem eru í notkun á hverjum tíma
  • sýna að hann kunni skil á meðferð skjala sem notuð eru við tjónamat og kostnaðarútreikninga
  • sýna að hann þekki þær kröfur sem framleiðendur ökutækja (OEM ) gera til viðhalds og viðgerða eftir tjón
  • lýsa skipulagi vinnu og gerð kostnaðaráætlana bæði hvað varðar ökutækjatjón og smíðaverkefni
  • áætla vinnutíma einstakra verkþátta, reiknað út magn efnis og kostnað vegna efnisþátta
  • gera útreikninga vegna þyngdar- og magns efnis til smíða eða viðgerða
  Verklegt mat; nemandinn gerir verklegar æfingar í notkun einingakerfis þ.m.t. kostnaðarreikning verka og mat á umfangi tjóna, viðgerða þeirra og við gerð smíðaverkefna Skriflegt mat; nemandinn leysir próf um fræðilega þætti áfangans