Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1487425921.43

  Aflrás - kúplingar, gírkassar
  BVAF2KG01
  5
  Aflrás - grunnur
  Aflrás, gírkassar, kúplingar
  Samþykkt af skóla
  2
  1
  Farið er yfir kúplingar, sérkenni þeirra og einstakra hluta. Fjallað er um aðferðir við að skoða, meta og prófa og kennd vinnubrögð við viðgerðir og samsetningar kúplinga. Gírkassar og einstakir hlutar þeirra eru skoðaðir og metnir, teknir í sundur og settir saman. Lögð er áhersla á að nemendur temji sér frá upphafi viðeigandi vinnubrögð við bilanagreiningar og viðgerðir, svo sem að afla sér upplýsinga í viðgerðabókum og nota sérverkfæri og léttibúnað.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu gerðum kúplinga og verkfæra til að losa þær frá hreyflinum
  • hvar megi finna upplýsingar um ástand íhluta og hvernig skuli meta þá
  • helstu ástæðum bilana í kúplingum og gírkössum
  • aðgæsluatriðum við viðgerðir á kúplingum og gírkössum
  • verkfærum, tækjum og búnaði sem notaður er í vinnu við kúplingar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • losa kúplingu frá hreyfli
  • setja kúplingu saman og lýsa aðgæsluatriðum
  • taka handskiptan gírkassa í sundur
  • setja gírkassa saman eftir fyrirmælum í viðgerðabók
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lýsa ástandi íhluta og hvernig skuli meta þá
  • lýsa innri gerð gírkassa og hlutverki íhluta
  Verklegt mat; nemandinn sýnir þekkingu sína og hæfni með því að finna tækniupplýsingar, lýsa ástandi íhluta og ástæðum bilana vélahluta og kerfa. Taka sundur og/eða setja saman tæki eða búnað sem farið er yfir í áfanganum. Skriflegt mat; nemandinn leysir próf sem fjallar um viðfangsefni áfangans