Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1487426062.0

  Aflrás - legur, drifliðir
  BVAF2LD01
  6
  Aflrás - grunnur
  Aflrár, drifliðir, legur
  Samþykkt af skóla
  2
  1
  Farið er yfir helstu gerðir kúlu- og keflalega ásamt kröfum um meðferð, umhirðu og stillingar. Fjallað er um mat á legum og hvað geti valdið skemmdum á legum. Skoðaðar eru ýmsar gerðir af hverfiliðum: hjöruliðir og samhraðaliðir. Nemendur læra vinnubrögð við að meta ástand liða, taka drifsköft og driföxla úr ökutæki og hvernig standa skuli að viðgerðum. Áhersla er lögð á öryggi við vinnu undir ökutæki, hreinlæti og ábyrgð viðgerðamanna vegna umferðaröryggis.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • ástæðum bilana í drifliðum og hjólalegum
  • helstu gerðum kúlu- og keflalega
  • helstu gerðum driföxla og drifliða
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skipta um hjólalegur ásamt fylgihlutum og stilla ef við á
  • taka drifsköft, driföxla og drifliði úr ökutæki, meta ástand og gera við eða setja í nýja liði
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lýst meðhöndlun lega og mati á ástandi þeirra
  • lýst hvernig meta skuli ástand drifliða
  Verklegt mat; nemandinn sýnir þekkingu sína og hæfni með því að finna tækniupplýsingar, lýsa ástandi og ástæðum bilana lega, drifliða og driföxla og ástæðum bilana vélahluta og kerfa. Taka sundur og/eða setja legur og liði sem farið er yfir í áfanganum. Skriflegt mat; nemandinn leysir próf sem fjallar um viðfangsefni áfangans.