Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1487426520.77

  Efnisfræði í bifvélavirkjun
  BVEF2EÖ01
  2
  Efnisfræði í bifvélavirkjun
  Efnisfræði ökutækja
  Samþykkt af skóla
  2
  1
  Fjallað er um helstu efni sem notuð eru í viðgerðum ökutækja, svo sem smurolíur, smurefni, eldsneyti, kælimiðla, sýrur og þéttiefni, gerð þeirra og eiginleika. Einnig málma og fjölliður (plast og gúmmí). Megináhersla er lögð á að nemendur læri örugga meðferð og umgengni um efnin, góða nýtingu þeirra og hvernig farga skuli efnum.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu efnum sem notuð eru í og við ökutæki
  • gerðum og eiginleikum fastra, fljótandi og loftkenndra efna sem tengjast ökutækjum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • meðhöndla efni til förgunar
  • meðhöndla hættuleg efni
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lýsa hlutverki, eiginleikum og meðhöndlun efna
  • lýsa meðferð og umgengni um efni
  • lýsa hvernig skuli farga efnum
  Verklegt mat; nemandinn greinir gerð ýmissa efna m.t.t. viðgerða og/eða til förgunar. Skriflegt mat; nemandinn gerir skýrslu um tiltekna þætti varðandi efnavörur; gerð og eiginleika, varúð í umgengni og notkun, eitrunarhættur.