Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1487426618.73

  Hemlar - grunnur
  BVHE2HG01
  4
  Hemlar ökutækja
  Hemlar, grunnur
  Samþykkt af skóla
  2
  1
  Farið er yfir hugtökin kraftur og þyngd. Fjallað er um eðli þeirra og áhrif í ökutækjum, vogararma og snúningsvægi, núning og núningsstuðul, hreyfiorku og hemlunarafköst. Skoðuð eru hemlakerfi og íhlutir: höfuðdælur, hjólhemlar, bæði diska- og skálahemlar, hjálparbúnaður (þrýsti- og hemlunarstjórnun o.fl. þ.h.), rör og slöngur. Áhersla er lögð á skyldur og ábyrgð viðgerðarmanna vegna umferðaröryggis.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • kröfum til hemla í reglugerð um gerð og búnað ökutækja
  • þeim kröftum sem eru virkir í ökutæki við hemlun
  • algengu vökvahemlakerfum og íhlutum þeirra
  • ýmsum gerðum stöðuhemla
  • einföldu þrýstiloftshemlakerfi og helstu hluta þess
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • reikna út hröðunarkrafta, núnings- og hemlunarafköst
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lýsa virkni algengra vökvahemlakerfa og helstu íhluta þeirra
  • lýsa virkni stöðuhemla
  • lýsa einföldu þrýstiloftshemlakerfi
  Verklegt mat; nemandinn lýsir hemlakerfum og bendir á íhluti: höfuðdælur, hjólhemla bæði diska- og skálahemla, hjálparbúnað, rör og slöngur. Skriflegt mat; nemandinn leysir próf um krafta og þyngd, eðli þeirra og áhrif í ökutækjum, vogararma og snúningsvægi, núning og núningsstuðul, hreyfiorku og hemlunarafköst. Útreikningar á kröftum og stærðum í hemlakerfi.