Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1487427214.85

  Hemlar - vökvahemlar I
  BVHE2HV01
  5
  Hemlar ökutækja
  Hemlar, vökvahemlar
  Samþykkt af skóla
  2
  1
  Farið er yfir aðferðir við að taka hjólhemla í sundur og hvernig hentugt er að hreinsa íhluti og meðhöndla fyrir samsetningu. Lögð er áhersla á skoðun og mat á hemlahlutum. Farið er yfir slöngu- og röralagnir og gerð þéttinga á hemlarörum. Farið yfir ýmsar aðferðir við lofttæmingu vökvakerfa. Kynnt er notkun hemlaprófunartækis. Nemendur fá fræðslu um geymslu og förgun efna og hvað ber að varast varðandi mengun frá hemlabúnaði.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • samsetningu hjólhemla
  • íhlutum hjólhemla og búnaðar þeim tengdum
  • förgun vökva og annarra efna sem notuð eru í hemlakerfi
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lofttæma vökvakerfi
  • taka sundur og setja saman hjólhemla og annan búnað þeim tengdum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • gera við bilanir í hjólhemlum
  • meta ástand hjólhemla og annars búnaðar sem tengjast hemlum bifreiða
  Verklegt mat; nemandinn lýsir vinnu við hemlakerf og íhluti. Tekur í sundur og setur saman eftir atvikum höfuðdælur, hjólhemla bæði diska- og skálahemlar og hjálparbúnað. Lýsir og/eða sýnir hreinsun hemlahluta. Gerir hemlaprófun. Lýsir skiptum á hemlavökva og lofttæmingu. Skriflegt mat; nemandinn leysir próf úr tæknilýsingu og viðgerðalýsingum hemlakerfa. Gerð grein fyrir kröfum um hemla í reglugerð um gerð og búnað ökutækja.