Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1487427403.91

  Hemlar - vökvahemlar II
  BVHE2VH01
  6
  Hemlar ökutækja
  Hemlar, framhald, vökvahemlar
  Samþykkt af skóla
  2
  1
  Farið er yfir virkni höfuðdælu og stjórnbúnaðar í vökvahemlakerfum, áhersla lögð á eftirfarandi þætti: þrýstijöfnun, hleðsluskynjun, þrýstitakmörkunar- og viðvörunarbúnað. Gerð verkefni um prófun og stillingu. Nemandinn fær þjálfun við hemlunarprófun. Farið í að meta slit og ástand skála og diska og æfingar í að renna diska.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • höfuðdælum og stjórnbúnaði í vökvakerfum: þrýstijöfnun, hleðsluskynjun, þrýstitakmörkunar- og viðvörunarbúnaði
  • tækjum sem notuð eru til að renna hemladiska
  • vinnubrögðum við að þvo/hreinsa íhluti og meðhöndla fyrir samsetningu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • renna hemladiska
  • gera viðeigandi stillingar í hemlakerfi, þ.m.t. stöðuhemlum
  • gera ítarlega hemlaprófun
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lýsa virkni og metið ástand og virkni höfuðdælu og stjórnbúnaðar vökvahemlakerfis
  • lýsa virkni og metia ástand og virkni þrýstijöfnunar, hleðsluskynjunar, þrýstitakmörkunar- og viðvörunarbúnaðar vökvahemla
  Verklegt mat; nemandinn bendir á og lýsir hlutverki og virkni ýmissa ventla og skynjara í hemlakerfi. Hann lýsir vinnu við hemlakerfi og íhluti. Rennir hemladiska. Lýsir og/eða sýnir hreinsun hemlahluta. Gerir ýtarlega hemlaprófun. Nemendur útskýra kröfur um hemla í reglugerð um gerð og búnað ökutækja. Skriflegt mat; nemandinn leysir próf úr tæknilýsingu og viðgerðalýsingum hemlakerfa.