Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1487427545.71

  Hreyflar - grunnur
  BVHR2HG01
  4
  Hreyflar í ökutækjum
  Hreyflar, grunnur
  Samþykkt af skóla
  2
  1
  Farið er yfir vélfræði brunahreyfla og flokkun þeirra eftir ýmsum viðmiðunum: vinnureglu, gasreglu, ventlatíma, vélareikningi, efnasamsetningu afgass, byggingarlagi hreyfla og vélahluta. Áhersla er lögð á strokkstykki, strokklok, sveifarbúnað, þ.m.t. stimpla, ventlabúnað, kælikerfi og smurkerfi. Farið er yfir þéttingar hreyfla og skrúffestingar. Áhersla er lögð á hreinlæti í umgengni og meðhöndlun véla og vélahluta og nákvæmni í skoðun og mælingum á ástandi hreyfils og íhlutum hans.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu gerðum brunahreyfla í ökutækjum og byggingarlag þeirra
  • vinnureglu brunahreyfla, gasreglu brunahreyfla og ventlatíma
  • nöfnum og hlutverkum einstakra vélahluta og íhluta
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Vantar
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lýsa tilgangi einstakra vélahluta og íhluta
  • lýsa ventlatíma og tímun kambáss
  • lýsa virkni hlutanna og hreyfilsins í heild
  Verklegt mat; nemandinn lýsir vinnureglu brunahreyfla og byggingarlagi. Hann bendir á og lýsir íhlutum og vélrænum kerfum brunahreyfla. Hann þekkir þéttingar og boltakerfi. Hann lýsir slysahættu í vinnu við stór ökutæki og ábyrgð viðgerðamanna. Skriflegt mat; nemandinn leysir próf um vélfræðilega þættii brunahreyfla og grundvallarreglur í vinnu og umgengni um þá.