Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1487429066.26

  Hreyflar - smurkerfi - kælikerfi
  BVHR2SK01
  6
  Hreyflar í ökutækjum
  Hreyflar, kælikerfi, smurkerfi
  Samþykkt af skóla
  2
  1
  Upprifjun á efnisfræði viðkomandi áfanganum. Farið er yfir smurkort/olíuleiðbeiningar, losun olíu af forðageymum, áfyllingar, skipt um síur og mældur smurolíuþrýstingur. Smurolíudælur, olíuleiðslur og olíugangar yfirfarnir. Farið er í hvar helst er hætta á olíuleka eða olíueyðslu. Tæming og áfylling kælivökva. Gerðar prófanir á kælikerfi og miðstöð: hitastjórnun, þrýstiþol, leki, frostþol. Skipt um kæli, kæliviftu, viftureim, kælivökvadælu, hitaliða og slöngur. Meðhöndlun á úrgangsvökvum, þ.e. olíu og kælivökva. Skýrðar eru ástæður þess að olía geti verið í vatni eða vatn í olíu. Farið er yfir virkni loftfrískunarkerfa (AC) og sérstaka mengunarhættu af kælimiðli þessara kerfa (reglugerð 230/1998). Æfð vinnubrögð við að lyfta ökutæki og vinna undir ökutæki þ.m.t. öryggisatriði við vinnu undir ökutæki á lyftu.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mæliatriðum sem varða smur- og kælikerfi og sveifarbúnað hreyfilsins
  • kröfum framleiðenda um eiginleika vökva: smurolíu, kælivökva
  • helstu ástæðum olíuleka eða olíueyðslu
  • ástæðum þess að olía er í vatni eða vatn í olíu
  • meðhöndlun á úrgangsvökvum: olíu og kælivökva
  • öryggisatriðum við vinnu undir ökutæki á lyftu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skipta um olíu og síur
  • mæla smurþrýsting
  • prófa kælikerfi
  • skipta um kælivökvadælu, hitaliða, slöngur og kæli
  • tengja prófunartæki fyrir loftfrískunarkerfi (AC) og lesa af niðurstöðum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lýsa virkni loftfrískunarkerfa (AC)
  • benda á íhluti loftfrískunarkerfa og lýst hlutverki þeirra
  • yfirfara og prófað miðstöð
  Verklegt mat; nemandinn lýsir mæliatriðum sem varða smur- og kælikerfi og sveifarbúnað hreyfilsins.Hann lýsir prófunum og mati á íhlutum í smur- og kælikerfum brunahreyfla. Nemandinn lýsir prófun og mati á og loftfrískunarkerfum. Hann lýsir sérstaklega mengunarhættu af kælimiðli loftfrískunarkerfa. Skriflegt mat; nemandinn leysir próf um vélfræðilega þætti áfangans og um efnavörur; olíur og kælimiðla.