Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1487430274.2

  Rafmagn í bíliðngreinum - rafhreyflar
  BRAF3HR03
  9
  Rafmagn í bíliðngreinum
  rafhreyflar, rafmagn
  Samþykkt af skóla
  3
  3
  Farið yfir ýmsar gerðir rafhreyfla sem notaðir eru í rafbifreiðum. Farið yfir uppbyggingu rafhreyfla. Farið yfir gerð og uppsetningu stýrikerfa fyrir rafbifreiðar. Yfirlit yfir hlutverk íhluta og prófanir þeirra. Nemendur vinna við mat og prófun, helstu hluta rafbúnaðar. Skoðuð ýmis atriði sem tengjast orkunýtni og áhersla lögð á útreikninga og stærðagildi í rafbifreiðum við ýmsar aðstæður. Farið er yfir áhrif mengunar með hliðsjón af gróðurhúsaáhrifum. Áhersla á meðferð mæli- og prófunartækja.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • reglum um meðferð og notkun mæli- og prófunartækja
  • reglum um vinnu við háspennukerfi í ökutækjum
  • hinum ýmsu gerðum rafhreyfla og rafhreyfibúnaðar í ökutækjum
  • heildarvirkni rafbúnaðar rafbifreiða
  • hættum við vinnu við rafbifreiðar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • mæla straumnotkun og spennufall rafkerfis rafbifreiða
  • taka rafgeymi úr bifreið með háspennubúnað
  • prófa rafhreyfla rafbifreiða
  • prófa og hirða um rafgeyma
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lýsa virkni og gerð helstu rafhreyfla í ökutækjum
  • lýsa aðferðum við að aftengja háspennubúnað frá lágspennubúnaði í rafbifreiðum
  • lýsa ýmsum stjórnbúnaði rafhreyfla og rafgeyma
  Verklegt mat; nemandinn lýsir gerð og virkni rafhreyfla í rafknúnum ökutækjum. Hann útskýrir stýrikerfi rafbúnaðar þessara ökutækja. Nemandinn lýsir öryggisatriðum og réttum vinnubrögðum þegar unnið er við rafkerfi rafknúinna ökutækja, hann lýsir hvernig sérstakt tillit þarf að taka til háspennuhafandi hluta kerfa. Hann gerir mælingar og prófanir á rafkerfum; prófar íhluti þeirra, rafhreyfla og rafgeyma. Nemandinn gerir grein fyrir umhverfisáhrifum rafökutækja. Skriflegt mat; nemandinn leysir próf um fræðilega þætti áfangans sérstaklega um orkunýtingu og stærðagildi rafökutækja.