Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1487430779.24

  Rafmagn í bíliðngreinum - dísilhreyflar
  BRAF3RD01
  11
  Rafmagn í bíliðngreinum
  dísilhreyflar, rafmagn
  Samþykkt af skóla
  3
  1
  Upprifjun á byggingarlagi, vélbúnaði og vinnuhætti dísilhreyfla. Farið yfir algengan rafbúnað og kerfi sem tengjast dísilhreyflum; forhitun, fæðidælubúnað og stýringar safngreinarinnsprautunar. Farið yfir mæli- og prófunartæki og æfingar í notkun þeirra, m.a. notkun afgasgreinis. Áhersla á notkun viðgerðabóka og upplýsingagagna.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • byggingarlagi, vélbúnaði og vinnuhætti dísilhreyfla
  • kröfum um hreinlæti og hættur í umgengni við háþrýstibúnað eldsneytiskerfa
  • helsta rafbúnaði og kerfum sem tengjast dísilhreyflum sérstaklega; ræsihitunarbúnað, ganghraðastjórnun, eldsneytisstjórnun og eldsneytisfæðibúnað
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • prófa rafbúnað og kerfi dísilhreyfla, sérstaklega forhitunarkerfi
  • finna bilanir og gera minniháttar viðgerðir
  • nota reyk- og afgasgreini
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • finna viðkomandi íhluti dísilkerfa í ökutækjum og lýst hlutverki þeirra
  • lýsa innstillingu eldsneytisspíssa
  • lýsa byggingu og virkni helstu gerða eldsneytisspíssa
  Verklegt mat; nemandinn lýsir lýsir forhitunar- og stjórnkerfum gangstýringa dísilhreyfla. Þá lýsir nemandinn helstu gerðum dísilhreyfla eftir fyrirkomulagi eldsneytisinnsprautunar og tengslum þessa og forhitunarkerfa. Hann bendir á hlutina og lýsir virkni þeirra. Nemandinn lýsir viðeigandi prófunum og sýnir hvernig staðið er að prófunum/mælingum, stillingum og umskiptum helstu rekstraríhluta. Hann sýnir notkun prófunartækja við skoðun dísilkerfa og aflestur kóða í stjórntölvu. Skriflegt mat; nemandinn leysir próf um fræðilega þætti áfangans.