Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1487430888.92

  Rafmagn í bíliðngreinum - hleðslukerfi
  BRAF3RH01
  12
  Rafmagn í bíliðngreinum
  hleðslukerfi, rafmagn
  Samþykkt af skóla
  3
  1
  Farið yfir ýmsar gerðir rafala, íhluti þeirra og spennustillingu, viðhald og viðgerðir. Yfirlit yfir hlutverk íhluta, prófanir þeirra og hleðslukerfa í heild þ.m.t. rafgeyma, bæði hefðbundna blýsýrurafgeyma og aðrar gerðir rafgeyma svo sem Nikel-metal hydrid og Li-ion gerðir rafgeyma sem notaðar eru í nýorkubifreiðum. Áhersla á meðferð mæli- og prófunartækja og hættu samfarar umgengni um rafbúnað.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • ýmsum gerðum rafala, íhlutum þeirra og spennustillum
  • ýmsum gerðum rafgeyma þ.m.t. í rafbifreiðum
  • ýmsum hættum í umgengni um háspennurafbúnað ökutækja
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • mæla straumframleiðslu og hleðsluspennu
  • prófa hleðslukerfi í ökutækjum
  • taka rafala úr ökutæki, prófa, gera við og setja aftur í ökutækið
  • prófa og hirða um rafgeyma
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lýsa uppbyggingu hleðslukerfa í rafknúnum ökutækjum
  • nefna íhluti hleðslukerfa í rafknúnum ökutækjum
  • lýsa virkni stýringar rafbúnaðar rafbifreiða
  Verklegt mat; nemandinn lýsir hleðslukerfum, bendir á og nefnir íhluti og lýsir gerð og virkni þeirra. Hann gerir mælingar og prófanir á hleðslukerfum og íhlutum þeirra. Þá lýsir nemandinn aðgerðum við hugsanlegum bilanunum, grunnreglu rafhreyfla og rafala. Hann sýnir hvernig staðið er að prófun rafgeyma og hleðslu þeirra. Nemandinn gerir grein fyrir gerð og umhirðu rafgeyma nýorkuökutækja. Skriflegt mat; nemandinn gerir tiltekin verkefni um hleðslukerfi og leysir próf um fræðilega þætti áfangans.