Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1487431094.86

  Aflrás - drif
  BVAF3AD01
  5
  Aflrás - grunnur
  Aflrás, drif
  Samþykkt af skóla
  3
  1
  Farið er yfir gerð og virkni helstu gerða drifa og mismunadrifa: hypoid-drif, snigildrif, torsen-drif, drif í sjálfstæðum ási og innbyggt í gírkassa. Skoðuð eru ýmis tilbrigði læsanlegra drifa: tregðulæsing, föst læsing og seigjutengsli. Æfinga í viðgerðum og stillingum á drifum, vinnu tengdri drifum, við driföxla, nafgír, drifliði og öxulþétti ásamt útreikningum á drifhlutfalli. Áhersla er lögð á skaðsemi smurolíu, hættur þegar unnið er undir ökutæki og við meðhöndlun þungra hluta.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • tilgangi drifbúnaðar og mismunadrifs
  • helstu gerðum drifa og mismunadrifa, þ.m.t. læsanlegra eða tregðulæstra drifa
  • olíum sem notaðar eru á drifbúnað
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • við að sinna reglubundnu viðhaldi
  • við að endurnýja slitna eða skemmda hluti í drifi og tengdum hlutum: driföxla, nafgír, drifliði, öxulþétti
  • í að reikna út drifhlutfall
  • við að skipta út hlutum til að breyta drifhlutfalli
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lýsa virkni drifa og mismundrifa, þ.m.t. læsanlegra drifa
  • sinna reglubundnu viðhaldi
  • prófa drifbúnað
  • meta ástand íhluta drifa
  Verklegt mat; nemandinn sýnir þekkingu sína og hæfni með því að lýsa ýmsum gerðum drifa og hvar þau eru notuð, ástandi þeirra og ástæðum bilana. Bendir á og lýsir einstökum íhlutum og samstæðum. Lýsir ýtarlega stilling drifs og hvaða afleiðingar röng stilling hefur. Skriflegt mat; nemandinn leysir próf sem fjallar um viðfangsefni áfangans, gerð olíu og val á olíum, túlkun tæknilýsinga og reikning drifhlutfalla.