Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1487432018.68

    Hemlar - þrýstiloftshemlar - hjálparhemlar
    BVHE3ÞH01
    4
    Hemlar ökutækja
    Hemlar, hjálparhemlar, þrýstiloftshemlar
    Samþykkt af skóla
    3
    1
    Fjallað er um virkni, skoðun, stillingu og prófun framleiðsluhluta hemlakerfa. Farið er yfir stöðu- og neyðarhemlakerfi og hvernig þau eru skoðuð og prófuð. Farið er yfir gerð og virkni hjólhemla, m.a. læsivörn og þeir skoðaðir og stilltir. Þjálfuð er tækni við viðgerðir hjólhemla. Enn fremur leit að loftlekum í leiðslukerfi og viðgerðir á þeim. Kynnt eru hemlakerfi eftirvagna, farið yfir hjálparhemlakerfi, þ.e. drifskaftshemla, útblásturshemla og ýtihemla eftirvagna og æfð prófun hemla ökutækja í hemlaprófara. Áhersla er lögð á slysahættu við viðgerðir þrýstiloftshemlakerfa og ábyrgð viðgerðarmanna vegna akstursöryggis.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu gerðum þrýstiloftshemlakerfa og íhluti þeirra
    • hjálparhemlum: drifskaftshemlum, útblásturshemlum og ýtihemlum eftirvagna
    • slysahættum við viðgerðir þrýstiloftshemlakerfa
    • ábyrgð viðgerðamanna vegna akstursöryggis
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • sinna algengum viðgerðum þessara hemlakerfa
    • gera reglubundið viðhaldi þrýstiloftshemla
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lýsa virkni þrýstiloftshemlakerfa og helstu hluta þeirra
    • skoða og prófa hemlakerfi
    Verklegt mat; nemandinn lýsir helstu gerðum þrýstiloftshemla, svo og hemlakerfum eftirvagna. Hann nefnir helstu íhluti lofthemlakerfa lýsir gerð þeirra og virkni. Nemandinn lýsir prófun lofthemlakerfa og helstu viðgerðaþáttum. Hann nefnir og lýsir öðrum gerðum hemla sem notaðir eru í stærri ökutækjum. Hann lýsir slysahættu í vinnu við stór ökutæki og ábyrgð viðgerðamanna. Skriflegt mat; nemandinn leysir próf úr tæknilýsingu og viðgerðalýsingum þrýstilofthemlakerfa og annars hemlabúnaðar stórra ökutækja.