Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1487432600.46

  Hreyflar - viðgerðatækni
  BVHR3VT01
  12
  Hreyflar í ökutækjum
  Hreyflar, viðgerðatækni
  Samþykkt af skóla
  3
  1
  Fjallað er um almennar kröfur og kröfur framleiðenda um viðgerðatækni. Farið er yfir verkfæri og tæki sem notuð eru til vélaviðgerða, notkun þeirra og meðferð. Skoðun og mæling á einstökum vélahlutum til að meta ástand þeirra, m.a. slit, áverka og sprungur. Verkefni um ákvörðun ventlatíma.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • þeim reglum sem gilda um hreinlæti og skipulag vinnu við vélbúnað hreyfla
  • almennum kröfum og kröfum framleiðenda um viðgerðatækni
  • verkfærum og tækjum sem notuð eru til vélaviðgerða, notkun þeirra og meðferð
  • skoðun og mælingu á einstökum vélahlutum til að meta ástand þeirra, m.a. slit, áverka og sprungur
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skipta um íhluti hreyfla
  • mæla og meta ástand hreyfilbúnaðar
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • yfirfara kerfi sem tengjast hreyflinum: kælikerfi, loftinntakskerfi og útblásturskerfi
  • taka strokklok af hreyfli og setja það á aftur samkvæmt fyrirmælum framleiðanda
  • yfirfara ventlabúnað og gera nauðsynlegar athuganir og viðgerðir þessa búnaðar og setja íhluti hans aftur í hreyfilinn
  • skoða og stilla ventlatíma
  • skipta um slífar og stimpla í dísilhreyfli (og ottóhreyfli) og gera þær mælingar og stillingar sem þar eiga við
  • gera þær mælingar og athuganir sem við á til mats á ástandi sveifarbúnaðar hreyfla
  • skipta um legur og þétti á sveifarási
  • gera við vélbúnað brunahreyfla (ottó og dísil): dælur, kæla, síur, greinar, röralagnir o.fl. þ.h.
  Verklegt mat; nemandinn lýsir tæknilegum atriðum viðgerða á vélbúnaði brunahreyfla (ottó og dísil) og einstakra hluta þeirra. Hann lýsir skoðun, prófun og viðgerðum kerfa sem þjóna vinnu vélbúnaðar hreyfilsins. Hann gerir verkefni samanber innihald áfangans og sýnir að hann getur beitt þeim verkfærum og tækjum sem notuð eru við verkefni sem áfanginn spannar. Skriflegt mat; nemandinn leysir próf um fræðilega þætti áfangans.