Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1487590640.28

    Menning enskumælandi landa
    ENSK3ME05
    30
    enska
    Menning enskumælandi landa
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Nemendur fá innsýn í menningu og samfélag í enskumælandi löndum. Nemendur lesa greinar, skáldsögu og smásögur auk þess sem þeir afla sér efnis á netinu. Námið miðar að því að nemendur þjálfist í enskri tungu og bæti við orðaforða sinn og málskilning. Þeir eru þjálfaðir í að tjá sig á ensku, á gagnrýnan hátt, bæði í ritun og tali. Þeir skrifa rannsóknarritgerð, velja rannsóknarefni, afla heimilda, leita upplýsinga, skilgreina og setja fram rök í rituðu máli. Auk þess flytja þeir fyirlestra og vinna ýmis smærri verkefni. Kennsluhættir eru í formi einstaklingsmiðaðs náms, paravinnu og hópvinnu. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði nemenda og gagnrýna hugsun í áfanganum.
    ENSK3SV05. Þetta er annar áfangi á þriðja þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • samfélagi og menningu enskumælandi landa, hefðum, uppruna og áhrifum í alþjóðasamfélagi
    • sérhæfðum orðaforða fagtexta
    • upplýsingarleit og eðli rannsóknarritgerðar
    • hvernig greina skal texta t.d. bókmenntatexta
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa sér til gagns ýmsar tegundir af textum þannig að hann geti endursagt þá, dregið fram meginatriði textans í töluðu og rituðu máli
    • nýta tungumálið í almennum samræðum
    • tjá sig um margvísleg málefni þar sem bæði er lögð áhersla á færni í tungumálinu, svo og öryggi í því að koma fram
    • rita fræðilega og persónulega texta samkvæmt hæfniviðmiðum þrepsins
    • leita upplýsinga og heimildavinnu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið fræðilegt efni sem tengist menningu og samfélagi
    • greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í texta, s.s. í bókmenntaverkum og öðrum textum
    • leggja gagnrýnið mat á texta
    • nýta sér fræðitexta, myndefni og umræður um málefni sem tengjast viðfangsefni
    • taka fullan þátt í umræðum og rökræðum sem tengjast viðfangsefnum áfangans
    • miðla þekkingu, skoðunum og hugmyndum af innsæi og á skipulegan hátt
    • rökstyðja mál sitt og bregðast við fyrirspurnum
    • beita rithefðum sem við eiga í textasmíð, meðal annars í rannsóknarritgerð, geta sett mál sitt fram á gagnorðan, skilmerkilegan og vel rökstuddan hátt