Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1487887919.79

    Íþróttaþjálfun
    ÍÞST3ÞJ03
    1
    starfsnám í íþróttum
    Þjálfun
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    Þessi áfangi er hugsaður sem undirbúningur fyrir starf í íþrótta eða frístundaskóla fyrir börn á aldrinum 4-12 ára eða í íþróttastarfi/frístundastarfi hjá íþróttafélögum fyrir sama aldurshóp. Nemandinn mun setja upp æfingaáætlun í samráði við þjálfara. Hann mun síðan þjálfa með íþróttakennara/þjálfara. Æfingakennslan er metin í lok æfingakennslutímabils. Miðað er við 40-50 klst vinnu nemenda undir stjórn þjálfara yfir eina önn
    ÍÞRF2ÞJ05 og hafa lokið a.m.k tveimur íþróttagreinaáföngum. Æskilegt er að nemandi taki áfanga á útskriftarönn
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunntækni í ýmsum íþróttagreinum
    • þjálfunaraðferðum
    • skipulagi þjálfunar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • bregðast við óvæntum aðstæðum sem geta komið upp í þjálfun
    • eiga samskipti við foreldra/forráðamenn barna
    • nálgast börn á jákvæðan og hvetjandi hátt
    • stjórna þjálfun í grunnþáttum íþróttagreinar
    • halda uppi góðum aga og virkni í æfingatímanum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta þjálfað og leiðbeint börnum án aðstoðar
    • geta útbúið áætlanir (tímaseðil, vikuplan, mánaðarplan, ársplan)
    • takast á við vandamál sem geta komið upp
    Áfanginn er verklegur og þurfa nemendur að uppfylla vinnuskyldu að fullu. Til að standast áfangann þarf að standa skil á öllum verkefnum (áætlanagerð, tímaseðlar, skýrsla og dagbók).