Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1487955974.1

    Starfsnám í ferðaþjónustu
    STAR4SF20
    1
    Starfsumhverfi og vinnustaðakynning
    Starfsnám í ferðaþjónustu
    Samþykkt af skóla
    4
    20
    Nemendur fara í þriggja mánaða starfsþjálfun til fyrirtækis í ferðaþjónustu. Miðað er við að nemandinn vinni átta tíma á dag, fimm daga vikunnar. Einnig er mögulegt að vinna í hlutastarfi allt að sex mánuðum. Starfsþjálfunin er skipulögð sem starfsnám og er nemandanum fylgt eftir af hálfu skólans allan starfstímann. Við upphaf starfsnámsins er undirritaður vinnusamningur á milli nemandans, vinnuveitandans og fulltrúa skólans. Allir starfsnámssamningar eru gerðir með tilliti til kjarasamninga Verslunarfélags Reykjavíkur. Nemendur halda námsdagbók meðan á starfsþjálfun stendur. Óski nemandi eftir mati á starfi þarf hann að hafa starfað í fyrirtækinu innan síðustu þriggja ára og skila launaseðlum, staðfestingu frá vinnuveitanda ásamt skýrslu um starfið. Starfsþjálfun er ætluð til að kynna starfssemi ferðaþjónustufyrirtækja, svo sem ferðaskrifstofa, flugfélaga, hótela, afþreyingarfyrirtækja o.fl. með þátttöku nemanda í daglegum störfum á slíkum vinnustöðum.
    Forkröfur er metnar í hverju tilfelli fyrir sig.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Upplýsingaöflun á vinnustað og að vinna úr upplýsingum.
    • Mikilvægi forgangsröðunar verkefna á vinnustað.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Vinna sjálfstætt.
    • Sýna hæfni í samskiptum við viðskiptavini og samstarfsfólk.
    • Sinna sérhæfðum og mismunandi verkefnum sem tengjast ferðaþjónustu.
    • Bregðast við ólíkum þörfum viðskiptavina.
    • Fylgja eftir gæðareglum viðkomandi fyrirtækis.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Takast á við þverfagleg verkefni innan ferðaþjónustunnar.
    • Greina styrkleika og veikleika og leysa úr mismunandi vandamálum.
    • Sýna frumkvæði.
    • Vinna sjálfstætt.
    • Fylgja eftir þeim gæðakröfum sem settar eru í ferðaþjónustu.
    Meðan á starfsnámi stendur heldur nemandi dagbók og fyllir út námsferilsbók, framkvæmir sjálfsmat og leiðbeinandi mat.