Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1488294482.41

    Nýr skóli
    NÝRS1AN02
    1
    Nýr skóli
    Almenn námsbraut
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Áfanginn er samvinnuverkefni leiðsögulennara og nemenda á almennri námsbraut. Fjallað er um þann mun sem er á námi á grunnskóla – og framhaldsskólastigi og þá auknu ábyrgð sem fylgir því að vera komin í framhaldsskóla. Farið er ítarlega í þá list að búa á heimavist og taka þátt í því nána sambýli sem því fylgir.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Sögu og sérstöðu Framhaldsskólans á Laugum
    • Því að stunda nám í framhaldsskóla og efla námsvitund
    • Þeirri ábyrgð sem fylgir því að búa í heimavistarskóla og stunda þar nám
    • Þeirri þjónustu og aðstoð sem í boði er, bæði í skólanum og næsta umhverfi hans
    • Mikilvægi þess að taka þátt í skólastarfinu, bæði í námi og leik
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Greina stöðu og kosti Framhaldsskólans á Laugum
    • Nýta sér námsframboð skólans og þá aðstoð sem í boði er
    • Meðtaka og sýna aukna ábyrgð sem nemandi í heimavistarskóla
    • Bera sig eftir þátttöku í félagslífi skólans
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Taka þátt í skólastarfinu og verða góður skólaþegn
    • Öðlast þá menntun og reynslu sem hugur hans stefnir að
    • Vera öðrum til fyrirmyndar í umgengni við muni og menn
    • Þroska og efla hæfileika og getu í námi og félagsstörfum
    • Verða góður skólaþegn
    Í áfanganum er símat alla önnina. Öll verkefni, dagfar, viðvera, ábyrgð og þátttaka í starfi er metin til einkunnar.