Nemendur kynnast skólasamfélaginu og því að vera nemandi í framhaldsskóla. Kynnt verður námsframboð, námstækni sem og upplýsinga og tölvutækni sem nýtist í námi. Lögð er áhersla á efla sjálfvitund og styrkleika nemenda. Jafnframt verður fjallað um stöðu nemandans sem einstaklings í fjölskyldu og samfélagi.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
skólasamfélaginu
hvað felur í sér að vera nemandi í framhaldsskóla
mismunandi námstækni, upplýsinga- og tölvutækni
stöðu sinni og hlutverki í fjölskyldu og samfélagi
styrkleikum sínum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
kynna sér námsframboð innan skólans
nota námsumsjónakerfi skólans
átta sig á hlutverki sínu sem nemanda
átta sig á hlutverki sínu sem einstaklings í samfélaginu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta sér upplýsingar varðandi námið og skólasamfélagið
taka ábyrgð á eigin námi
nýta sér námstækni
vera meðvitaður um eigin stöðu í fjölskyldu og samfélagi
nýta sér eigin styrkleika
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.