Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1488359505.5

    Ég, skólinn og samfélagið
    LÍFS1ÉS03(ST)
    44
    lífsleikni
    samfélagið, skólinn, ég
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    ST
    Nemendur kynnast skólasamfélaginu og því að vera nemandi í framhaldsskóla. Kynnt verður námsframboð, námstækni sem og upplýsinga og tölvutækni sem nýtist í námi. Lögð er áhersla á efla sjálfvitund og styrkleika nemenda. Jafnframt verður fjallað um stöðu nemandans sem einstaklings í fjölskyldu og samfélagi.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • skólasamfélaginu
    • hvað felur í sér að vera nemandi í framhaldsskóla
    • mismunandi námstækni, upplýsinga- og tölvutækni
    • stöðu sinni og hlutverki í fjölskyldu og samfélagi
    • styrkleikum sínum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • kynna sér námsframboð innan skólans
    • nota námsumsjónakerfi skólans
    • átta sig á hlutverki sínu sem nemanda
    • átta sig á hlutverki sínu sem einstaklings í samfélaginu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér upplýsingar varðandi námið og skólasamfélagið
    • taka ábyrgð á eigin námi
    • nýta sér námstækni
    • vera meðvitaður um eigin stöðu í fjölskyldu og samfélagi
    • nýta sér eigin styrkleika
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.