Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1488400756.97

    Skapandi greinar- myndlist
    SKAP1MY03(ST)
    2
    Skapandi greinar
    Myndlist, sköpun og fjölbreytni
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    ST
    Farið er í grunnþætti myndlistar þar sem áhersla er lögð á að efla myndræna hugsun nemandans, sjálfsöryggi og túlkun við myndsköpun með fjölbreyttum verkefnum. Fjallað um og unnið með grunnlitina, heita- og kalda liti, þrívídd, litasvið blýantsins, ofl. Innihald áfangans er breytilegt frá önn til annar og tekur mið af þeim hópi nemenda sem er skráður í áfangann hverju sinni. Lögð er áhersla á að nemandinn auki þekkingu og leikni tengda viðfangsefninu og öðlist hæfni í að meðhöndla verkfæri, mismunandi liti og pappír í tengslum við myndsköpun sína. Áhersla er lögð á vandvirkni og umgengni verkfæra og vinnuborða.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • áferð mismunandi efna
    • mismunandi verkfærum
    • litablöndun
    • ólíkum aðferðum við listsköpun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • blanda liti til að fá fram þann lit sem han sækist eftir
    • nýta þau verkfæri sem við eiga hverju sinni
    • vinna með mismunandi leiðir til listsköpunar
    • vinna frá hugmynd til lokaafurðar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna á persónulegan hátt með eigin hugmyndir
    • bera virðingu fyrir eigin hugmyndum og annarra
    • sýna frumkvæði og skapandi nálgun í verkum sínum
    • vinna verk með mismunandi aðferðum
    • nota fjölbreytt hráefni í myndsköpun
    • nýta tómstundir til listsköpunar
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.