Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1488441627.2

    Að finna fjölina sína
    LÍFS1AN02
    39
    lífsleikni
    Almenn námsbraut
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Farið er yfir mikilvægi þess að allir nemendur finni fjölina sína í lífinu og fái að blómstra og njóta mismunandi hæfileika sinna. Markvisst er leitað að styrkleika hvers og eins og nemendur hvattir til frumkvæðis og sköpunar í starfi og leik. Mikið er lagt upp úr viðveru nemenda og heilbirgðu líferni til líkama og sálar.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Því hvað við köllum lífsleikni
    • Mikilvægi heilbrigðs lífernis
    • Heilsueflandi framhaldsskóla og verkefnum hans
    • Samskiptum og samkennd
    • Aukinni ábyrgð sem nemandi og þjóðfélagsþegn
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Meta mikilvægi lífsleikni sem námsgreinar á framhaldsskólastigi
    • Meta gildi þess að lifa heilbrigðu og reglusömu lífi
    • Greina og meta þátttöku eigin skóla í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli og leggja því lið
    • Miðla og gefa af sér í samskiptum og samkennd skólasamfélagsins
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Taka þátt í almennum umræðum um hin ýmsu málefni
    • Lifa heilbrigðu líferni og styrkja líkama og sál
    • Taka þátt í þeim verkefnum á vegum Heilsueflandi framhaldsskóla sem skólinn leggur upp með hverju sinni.
    • Sýna af sér ábyrgð og góð samskipti í hvívetna
    Í áfanganum er símat alla önnina. Öll verkefni, dagfar, viðvera, ábyrgð og þátttaka í starfi er metin til einkunnar.