Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur kynnist stafrænni tækni og nái tökum á grundvallaratriðum hennar. Nemendur kynnast talnakerfum sem notuð eru við stafrænar rásir og kynnast hvernig breyta má tölum á milli þessara talnakerfa. Enn fremur kynnast nemendur virkni grunnhliða og læra teiknitákn þeirra. Lögð er áhersla á að nemendur prófi eiginleika tvíunda kerfisins með æfingum og tilraunum í hermiforriti og á tengispjaldi.
Tölvutækni er notuð við verkefnavinnu og skýrslugerð. Nemendur læra aðferðir til að búa til textaskjöl með myndum í textavinnslu forriti. Einnig læra þeir grunnatriði í myndvinnslu með tilliti til notkunar mynda í skjölum og á vef. Nemendur læra einfalda flokkun skjala og námsefnis og vistun þeirra.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu hugtökum stafrænnar tækni
talnakerfum sem notuð eru í stafrænni tækni
einfaldri myndvinnslu
gerð myndskreyttra textaskjal
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilgreina virkni einfaldra rökrása
vinna með myndskreytt textaskjöl
teikna helstu grunnhlið
breyta tölum á milli tvíunda- og tugakerfis
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lesa virkni einfaldra rökrása
skilja einfaldar rökrásir
búa til myndskreytt textaskjöl og vista þau á mismunandi formi
skilja tákn helstu grunnhliða
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.